Borussia M. 1 - 1 Borussia D.
0-1 Jamie Gittens ('65 )
1-1 Kevin Stoger ('71 , víti)
Rautt spjald: Tomas Cvancara, Borussia M. ('90)
0-1 Jamie Gittens ('65 )
1-1 Kevin Stoger ('71 , víti)
Rautt spjald: Tomas Cvancara, Borussia M. ('90)
Englendingurinn Jamie Gittens var allt í öllu í sóknarleik Borussia Dortmund sem gerði 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í þýsku deildinni í kvöld.
Hann átti besta færi liðsins í fyrri hálfleik sem markvörður Gladbach varði vel og síðan skoraði hann eina mark Dortmund á 65. mínútu með stórkostlegu skoti í slá og inn.
Gittens hefur skorað fimm mörk og gefið þrjár stoðsendingar í deildinni á þessu tímabili og eru stóru félögin á Englandi byrjuð að fylgjast náið með fyrrum Manchester City-manninum.
Sex mínútum eftir mark hans jafnaði Gladbach er Pascal Gross reif niður leikmann Gladbach í teignum. Kevin Stoger var sem fyrr öruggur á punktinum, en hann hefur skorað úr öllum tíu vítaspyrnum sínum í deildinni.
Gladbach var ekki langt frá því að taka öll stigin er Robin Hack fékk boltann í teignum eftir hornspyrnu en skot hans hafnaði í þverslá. Gittens fékk einnig hættulegt skalla færi í restina en náði ekki að stýra boltanum á rammann.
Tomas Cvancara átti eina stystu innkomu í sögu deildarinnar en hann kom inn af bekknum á 89. mínútu og fékk tvö gul spjöld á einni mínútu áður en flautað var til leiksloka.
Dortmund gerði jafntefli annan leikinn í röð og er í 5. sæti með 21 stig en Gladbach með 18 stig í 11. sæti.
Athugasemdir