Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   þri 08. janúar 2019 21:00
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Arnór velur úr tilboðum víðsvegar að: „Maður er ævintýragjarn"
Icelandair
Arnór Smárason á fyrstu æfingu landsliðsins í Katar.
Arnór Smárason á fyrstu æfingu landsliðsins í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason stendur á krossgötum þessa dagana en hann er félagslaus eftir að samningur hans hjá Lilleström rann út. Arnór kom til Lilleström síðastiðið sumar og átti stærstan þátt í að liðið bjargaði sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið hefur hann vakið athygli víða.

Lilleström vill halda Arnóri innan sinna raða en fleiri félög á Norðurlöndunum hafa áhuga á honum sem og félög utan
Norðurlandanna. Arnór er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíþjóð og Eistlandi í vináttuleikjum í Katar á næstu dögum en í kjölfarið mun framtíð hans skýrast.

„Það hafa verið þreifingar í gangi. Ég hef fengið tilboð frá Skandinavínu sem ég er að melta og svo finn ég fyrir áhuga á meginlandinu. Það er mikilvægt að velja vel. Þegar ég er hérna þá ætla ég að fókusa á landsliðið og standa mig vel í þessum tveimur leikjum," sagði Arnór við Fótbolta.net í Katar í dag.

Arnór hefur fundið fyrir áhuga víðsvegar af í heiminum. „Það er alls staðar að. Það er bæði í Bandaríkin og Asía sem og aðeins suður eftir. Þegar maður er svona í stöðu þá er allt opið en það skiptir miklu máli að velja rétt. Lilleström er líka inni í myndinni. Ég átti fínan tíma þar og það er að sjálfsögðu líka inni í myndinni."

50/50 hvort Norðurlöndin verði fyrir valinu
Arnór hefur spilað í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi en hverjar eru líkurnar á að hann prófi eitthvað nýtt utan Evrópu?

„Það er 50/50. Ég er búinn að vera svolítið lengi á Norðurlöndunum núna og prófa Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Það væri gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður er ævintýragjarn. Þetta á eftir að koma betur í ljós á næstu vikum," sagði Arnór sem vill stimpla sig inn í íslenska landsliðið í komandi leikjum.

„Maður vill koma sér nær aðalhópnum. Það er stefnan hjá öllum hérna. Þetta eru tveir flottir leikir og ég er spenntur fyrir þeim,"

Kærastan frá Svíþjóð heldur með Íslandi
Arnór spilaði með Hammarby í Svíþjóð og þekkir vel til sænska liðsins sem Ísland mætir í vináttuleik í Katar á föstuadginn.

„Ég á sænska kærustu og þetta er extra stór leikur á heimilinu. Hún heldur með Íslandi í leiknum, það kemur ekkert annað til greain. Annars myndum við hætta saman," sagði Arnór léttur að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner