Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   þri 08. janúar 2019 21:00
Magnús Már Einarsson
Doha í Katar
Arnór velur úr tilboðum víðsvegar að: „Maður er ævintýragjarn"
Icelandair
Arnór Smárason á fyrstu æfingu landsliðsins í Katar.
Arnór Smárason á fyrstu æfingu landsliðsins í Katar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Smárason stendur á krossgötum þessa dagana en hann er félagslaus eftir að samningur hans hjá Lilleström rann út. Arnór kom til Lilleström síðastiðið sumar og átti stærstan þátt í að liðið bjargaði sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið hefur hann vakið athygli víða.

Lilleström vill halda Arnóri innan sinna raða en fleiri félög á Norðurlöndunum hafa áhuga á honum sem og félög utan
Norðurlandanna. Arnór er í íslenska landsliðshópnum sem mætir Svíþjóð og Eistlandi í vináttuleikjum í Katar á næstu dögum en í kjölfarið mun framtíð hans skýrast.

„Það hafa verið þreifingar í gangi. Ég hef fengið tilboð frá Skandinavínu sem ég er að melta og svo finn ég fyrir áhuga á meginlandinu. Það er mikilvægt að velja vel. Þegar ég er hérna þá ætla ég að fókusa á landsliðið og standa mig vel í þessum tveimur leikjum," sagði Arnór við Fótbolta.net í Katar í dag.

Arnór hefur fundið fyrir áhuga víðsvegar af í heiminum. „Það er alls staðar að. Það er bæði í Bandaríkin og Asía sem og aðeins suður eftir. Þegar maður er svona í stöðu þá er allt opið en það skiptir miklu máli að velja rétt. Lilleström er líka inni í myndinni. Ég átti fínan tíma þar og það er að sjálfsögðu líka inni í myndinni."

50/50 hvort Norðurlöndin verði fyrir valinu
Arnór hefur spilað í Hollandi, Danmörku, Svíþjóð, Rússlandi og Noregi en hverjar eru líkurnar á að hann prófi eitthvað nýtt utan Evrópu?

„Það er 50/50. Ég er búinn að vera svolítið lengi á Norðurlöndunum núna og prófa Danmörku, Svíþjóð og Noreg. Það væri gaman að prófa eitthvað nýtt. Maður er ævintýragjarn. Þetta á eftir að koma betur í ljós á næstu vikum," sagði Arnór sem vill stimpla sig inn í íslenska landsliðið í komandi leikjum.

„Maður vill koma sér nær aðalhópnum. Það er stefnan hjá öllum hérna. Þetta eru tveir flottir leikir og ég er spenntur fyrir þeim,"

Kærastan frá Svíþjóð heldur með Íslandi
Arnór spilaði með Hammarby í Svíþjóð og þekkir vel til sænska liðsins sem Ísland mætir í vináttuleik í Katar á föstuadginn.

„Ég á sænska kærustu og þetta er extra stór leikur á heimilinu. Hún heldur með Íslandi í leiknum, það kemur ekkert annað til greain. Annars myndum við hætta saman," sagði Arnór léttur að lokum.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner