Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. janúar 2020 19:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Byrjunarlið Leicester og A. Villa: Vardy snýr aftur - Villa án framherja
Mynd: Getty Images
Leicester og Aston Villa mætast í kvöld í fyrri viðureign félaganna í undanúrslitum enska deildabikarsins.

Leikurinn fer fram á King Power vellinum í Leicester. Leicester sigraði Everton í 8-liða úrslitunum eftir vítaspyrnukeppni á meðan Villa lagði 'varalið' Liverpool.

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, getur nýtt krafta Jamie Vardy á ný eftir fjarveru. Jamie Vardy varð faðir seint á síðasta ári og í kjölfarið glímdi hann við smávægileg meiðsli. Rodgers teflir fram sterku liði í kvöld.

Dean Smith, stjóri Aston Villa, stillir upp Jack Grealish, Trezeguet ásamt Anwar El Ghazi sem fremstu þremur. Enginn af þeim er eiginlegur framherji en Wesley, aðalframherji liðsins, meiddist á dögunum og verður frá út tímabilið. Jonathan Kodija, sem var líklegastur til að byrja sem fremsti maður hjá Villa í kvöld, er ekki í leikmannahópnum. Örjan Nyland ver markið hjá Villa í kvöld en Tom Heaton, aðalmarkvörður liðsins, meiddist, eins og Wesley, alvarlega á dögunum.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport

Byrjunarlið Leicester: Schmeichel, Pereira, Evans, Soyuncu, Fuchs, Chilwell, Praet, Tielemans, Maddison, Perez, Vardy.

(Varamenn: Ward, Justin, Benkovic, Choudhury, Albrighton, Barnes, Iheanacho. )

Byrjunarlið Aston Villa: Nyland, Konsa, Mings, Hause, Guilbert, Luiz, Nakamba, Taylor, Ghazi, Trezeguet, Grealish.

(Varamenn: Kalinic, Elmohamady, Chester, Hourihane, Lansbury, Jota, Vassilev. )
Athugasemdir
banner
banner
banner