Afturelding hefur samið við varnarmanninn Ísak Atla Kristjánsson sem kemur frá uppeldisfélagi sínu Fjölni. Ísak er tvítugur að aldri og getur bæði leyst stöðu miðvarðar og bakvarðar.
Ísak á að baki 33 leiki í deild og bikar. Hann var á láni hjá Leikni tímabilið 2017 og sömuleiðis hjá Haukum tímabilið 2018.
Ísak á að baki 22 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur hann skorað í þeim tvö mörk. Hann var hluti af sterku liði Íslands sem náði góðum árangri á Ólympíuleikum æskunnar árið 2015.
Afturelding gerir tveggja ára samning við Ísak Atla sem mun leika með félaginu í Fótbolta.net mótinu á næstu viku. Að því loknu heldur Ísak aftur til Bandaríkjanna þar sem hann er í háskólanámi. Ísak kemur aftur til liðs við Aftureldingu í lok maí og leikur með liðinu fram í miðjan ágúst þegar hann heldur aftur til Bandaríkjanna.
„Ísak er öflugur varnarmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur talsverða reynslu í meistaraflokki. Hann styrkir liðið okkar vel og smellpassar inn í leikmannahópinn,“ segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Afturelding hafnaði í áttunda sæti 1. deildarinnar á síðasta tímabili.
Ísak á að baki 33 leiki í deild og bikar. Hann var á láni hjá Leikni tímabilið 2017 og sömuleiðis hjá Haukum tímabilið 2018.
Ísak á að baki 22 leiki með yngri landsliðum Íslands og hefur hann skorað í þeim tvö mörk. Hann var hluti af sterku liði Íslands sem náði góðum árangri á Ólympíuleikum æskunnar árið 2015.
Afturelding gerir tveggja ára samning við Ísak Atla sem mun leika með félaginu í Fótbolta.net mótinu á næstu viku. Að því loknu heldur Ísak aftur til Bandaríkjanna þar sem hann er í háskólanámi. Ísak kemur aftur til liðs við Aftureldingu í lok maí og leikur með liðinu fram í miðjan ágúst þegar hann heldur aftur til Bandaríkjanna.
„Ísak er öflugur varnarmaður sem hefur þrátt fyrir ungan aldur talsverða reynslu í meistaraflokki. Hann styrkir liðið okkar vel og smellpassar inn í leikmannahópinn,“ segir Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar.
Afturelding hafnaði í áttunda sæti 1. deildarinnar á síðasta tímabili.
🔴Ísak Atli gengur til liðs við Aftureldingu⚫️
— Afturelding (@umfafturelding) January 8, 2020
Afturelding hefur samið við varnarmanninn Ísak Atla Kristjánsson sem gengur til liðs við Aftureldingu úr uppeldisfélagi sínu Fjölni.
Nánar: https://t.co/crIEpPwc3b
Velkominn Ísak!#aftrelding pic.twitter.com/pY4u1OfWgp
Athugasemdir