mið 08. janúar 2020 21:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lazio fær sekt en sleppur við heimavallarbann
Balotelli í leiknum gegn Lazio.
Balotelli í leiknum gegn Lazio.
Mynd: Getty Images
Lazio hefur verið sektað um sautján þúsund pund vegna hegðunnar stuðningsmanna liðsins í leik Lazio og Brescia sem fór fram um liðna helgi.

Suðtningsmenn Lazio kölluðu ófögrum orðum í átt að Mario Balotelli leikmanni Lazio, rasísk köll og söngvar.

Sjá einnig:
Balotelli segir stuðningsmönnum Lazio að skammast sín
Lazio ætlar að refsa þeim sem sýndu fordóma

Sautján þúsund pund nema um 2,75 milljónum króna. Leikurinn á sunnudag var stöðvaður í nokkrar mínútur eftir hálftíma leik og tilkynning kom í hátalarakerfi vallarins þar sem biðlað var til áhorfenda að hætta hegðun sinni.

Lazio er sektað en sleppur við heimavallarbann, eins og staðan er í dag allavega. Rannsókn er enn í gangi og gæti refsing Lazio þyngst.
Athugasemdir
banner
banner
banner