Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   mið 08. janúar 2020 14:31
Elvar Geir Magnússon
Viðræður Juventus við Chong komnar vel á veg
Chong hefur aðeins spilað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Chong hefur aðeins spilað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Viðræður Juventus við Tahith Chong, 20 ára leikmann Manchester United, eru sagðar vel á veg komnar.

Chong ku vilja yfirgefa Old Trafford til að fá meiri spiltíma og IlBianconero.com segir að hann sé nálægt því að ná samkomulagi við Juventus.

Hollendingurinn á aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum við enska félagið og The Sun segir að Ítalíumeistarar Juve hafi boðið vængmanninum 30 þúsund pund í vikulaun.

Chong hefur aðeins spilað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hefur einnig leikið í Evrópudeildinni og FA-bikarnum.

Chong var keyptur frá Feyenoord sumarið 2016.
Athugasemdir
banner
banner