Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 08. janúar 2022 10:04
Brynjar Ingi Erluson
Diallo og Hamraoui gætu spilað saman aftur
Aminata Diallo (t.v.) og Kheira Hamraoui (t.h.) gætu spilað saman aftur eftir atvikið umrædda
Aminata Diallo (t.v.) og Kheira Hamraoui (t.h.) gætu spilað saman aftur eftir atvikið umrædda
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aminata Diallo og Kheira Hamraoui, leikmenn Paris Saint-Germain, eru báðar leikfærar fyrir bikarleik liðsins gegn Dijon í 16-liða úrslitum en þetta staðfestir Didier Olle-Nicholl, þjálfari liðsins.

Í nóvember á síðasta ári var Hamraoui stöðvuð af tveimur grímuklæddum mönnum og barin ítrekað með járnstöng en Diallo var með henni í för.

Diallo var handtekin af lögreglunni í Paris og færð til yfirheyrslu, grunuð um að eiga aðild að málinu. Henni var síðar sleppt og hefur neitað sök í málinu.

Síðan þá hefur rannsóknin færst yfir á Hayet Abidal, eiginkonu Eric Abidal, fyrrum leikmanns Barcelona, en hann átti í ástarsambandi með Hamraoui er hún var á mála hjá spænska félaginu.

Diallo og Hamraoui hafa ekki spilað saman síðan atvikið átti sér stað en eru báðar leikfærar, bæði andlega og líkamlega, og gætu verið í hóp PSG gegn Dijon á morgun.

„Þær eru leikfærar og klárar í leikinn gegn Dijon. Þær hafa báðar ekki spilað í meira en einn og hálfan mánuð og á meðan hefur hópurinn spilað og unnið leiki, en mér finnst að þær þurfi að koma aftur í hópinn," sagði Olle-Nicholl.

„Eftir þetta frí þá er þetta farið að líta betur og betur út og þær vilja komast aftur á völlinn. Það byrja allir á núlli. Samband leikmanna er gott og Aminata og Kheira vilja snúa aftur," sagði þjálfarinn ennfremur.
Athugasemdir
banner