Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 08. janúar 2022 09:41
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd hætt við Haaland - Gavi til Liverpool?
Powerade
Erling Braut Haaland
Erling Braut Haaland
Mynd: EPA
Liverpool og Man City vilja Gavi
Liverpool og Man City vilja Gavi
Mynd: EPA
Sven Botman er orðaður við Newcastle
Sven Botman er orðaður við Newcastle
Mynd: Getty Images
Lionel Messi gæti farið frá PSG eftir tímabilið
Lionel Messi gæti farið frá PSG eftir tímabilið
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum ágæta laugardegi en það er mikið af góðum molum í pakkanum.

Manchester United er á eftir Sergej Milinkovic-Savic (26), miðjumanni Lazio og serbneska landsliðsins. (Calciomercato)

Man Utd hefur þá boðið franska miðjumanninum Paul Pogba (28) samning þar sem hann mun þéna 500 þúsund pund í vikulaun. Pogba er búinn að hafna þeim fréttum (Sun/Daily Mail)

Man Utd er þá hætt að eltast við Erling Braut Haaland. (Mirror)

Liverpool er tilbúið að bjóða Gavi (17, miðjumanni Barcelona og spænska landsliðsins, 80 þúsund pund í vikulaun til að landa honum. (El Nacional)

Manchester City hefur einnig áhuga á Gavi, sem er með 42 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum. (El Nacional)

Everton stendur til boða að fá Alexis Sanchez (33), leikmann Inter, á frjálsri sölu. (Sun)

Aston Villa hefur áhuga á Yves Bissouma (25), miðjumanni Brighton. (Sky Sports)

West Ham mun hafna öllum tilboðum Newcastle United í franska varnarmanninn Issa Diop (24). (Football London)

Newcastle hefur hækkað boð sitt í Sven Botman (21), varnarmann Lille í Frakklandi. (Newcastle Chronicle)

Brendan Rodgers, stjóri Leicester, vill fá miðvörð á láni í þessum mánuði. (Leicester Mercury)

Liverpool hafnaði 7 milljón punda tilboði Watford í enska varnarmanninn Nathaniel Phillips (24). (Football Insider)

Liverpool ætlar þá ekki að leyfa belgíska framherjanum Divock Origi (26) að fara ódýrt í janúar. (Liverpool Echo)

Sevilla mun ekki selja brasilíska varnarmanninum Diego Carlos (28) að fara til Newcastle nema hátt tilboð berist í leikmanninn. (Daily Star)

Franck Kessie (25), miðjumaður Milan, er í viðræðum við Real Madrid. Liverpool og Tottenham hafa einnig áhuga. (El Nacional)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, hefur útilokað það að fá enska miðjumanninn Jack Wilshere (30), en hann hefur æft með félaginu upp á síðkastið og unnið í þjálfaragráðum sínum. (London Evening Standard)

Chelsea er að skoða möguleika í vörnina fyrir Ben Chilwell en félagið gæti kallað Emerson Palmieri (25) til baka úr láni frá Lyon. (Evening Standard)

Mike Ashley, fyrrum eigandi Newcastle, er að íhuga að leggja fram tilboð í Derby County (Telegraph)

Barcelona er komið í kapphlaupið um Antonio Rüdiger (28), varnarmann Chelsea, en hann verður samningslaus í sumar. (Sky Sports)

Lionel Messi (34), framherji Paris Saint-Germain, gæti yfirgefið félagið eftir eitt tímabil ef liðinu mistekst að vinna Meistaradeildina en þetta segir Lobo Carrasco, fyrrum miðjumaður Barcelona og spænska landsliðsins. (El Chiringuito)

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vill að félagið leyfi honum að eyða í janúar og ætlar þá að eltast við Dusan Vlahovic (21), framherja Fiorentina og serbneska landsliðsins. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner