Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 08. janúar 2022 10:23
Brynjar Ingi Erluson
Stolt að vera valin í landsliðið - „Gaman að upplifa þetta"
Diljá Ýr Zomers
Diljá Ýr Zomers
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: BK Häcken
Diljá Ýr Zomers, leikmaður Häcken í Svíþjóð, var valin í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn í september en hún vonast til að vinna sér inn fast sæti í hópnum á þessu ári.

Ævintýri hennar er skemmtilegt en hún fór á reynslu hjá Häcken árið 2020 á sama tíma og hún heimsótti kærasta sinn, Valgeir Lunddal Friðriksson, sem leikur með karlaliðinu.

Sænska félagið var hrifið af frammistöðu hennar á æfingum og bauð henni samning en þetta er eitt stærsta liðið í sænska kvennaboltanum.

Diljá hefur síðan þá spilað vel með liðinu, bæði í Svíþjóð og í Meistaradeildinni, og varð meðal annars bikarmeistari í maí ásamt því að lenda í öðru sæti í deild á þessari leiktíð.

Hún var valin í A-landsliðið í september og október en var ekki í hópnum í síðasta glugga.

„Ég var komin heim í frí og svo daginn sem ég kem þá kallar Steini mig inn í hópinn. Ég er stolt af því og ógeðslega gaman að fá að upplifa þetta og væri til í það aftur," sagði Diljá við Fótbolta.net

„Auðvitað vill maður alltaf vera þarna en hann velur þær sem hann vill velja og maður verður að taka því, gera betur og reyna að koma sér í næsta hóp."

Hún segir að það sé mikið tempó í landsliðinu og að gæðin séu mikil.

„Í raun ekki þar sem ég kom inn í hópinn þar sem við vorum byrjaðar að undirbúa okkur fyrir leikinn. Þannig æfingarnar sem ég fékk var bara taktík og maður átti ekkert þannig að sýna sig eða svoleiðis, en jú maður sér hvernig tempóið og standardinn er," sagði hún í lokin.
Tímabilið langt fram úr væntingum - „Erfitt en geggjuð upplifun"
Athugasemdir
banner
banner
banner