lau 08. janúar 2022 08:45
Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net snýr aftur úr jólafríi í dag
Mynd: Fótbolti.net
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net snýr aftur á nýju ári í dag en þátturinn verður á hefðbundnum útsendingartíma á X977 milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum.

Þátturinn hefur verið í jólafríi, var síðast á dagskrá 18. desember, og er nóg að ræða.

Tómas Þór og Elvar Geir verða á sínum stað í hljóðveri og með þeim verður Sæbjörn Steinke.

Farið verður yfir allt það helsta sem er í gangi í fótboltanum.

Í seinni hluta þáttarins mætir sérfræðingur þáttarins í fótboltapólitíkinni, Þórir Hákonarson fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ. Rætt verður um Íslandsdeildina, leikjadagskrána sem kynnt var á dögunum, Víkinga í Meistaradeildinni og eitthvað um komandi ársþing KSÍ. Fær Vanda mótframboð?

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner