Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 08. janúar 2023 20:26
Elvar Geir Magnússon
Arnar Viðars: Áttum að skora fleiri mörk
Arnar Þór Viðarsson.
Arnar Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
1-1 jafntefli varð niðurstaðan í vináttulandsleik Íslands og Eistlands í dag, sanngjörn úrslit miðað við gang leiksins. Eistar voru betri í fyrri hálfleik en íslenska liðið í þeim seinni.

Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ræddi við Ómar Smárason af fjölmiðladeild KSÍ eftir leikinn.

Lestu um leikinn: Eistland 1 -  1 Ísland

„Menn eru drullusvekktir að hafa ekki unnið leikinn. Við sköpuðum okkur færi til að skora tvö til fjögur mörk. Þetta er svolítið í línu við það sem við sáum gegn Litháen og Lettlandi þar sem við sköpuðum okkur góð færi en náðum ekki að nýta þau," segir Arnar.

„Heilt yfir er ég stoltur af strákunum. Við höfðum tvær æfingar til að setja upp nýtt kerfi, aðeins öðruvísi upplegg hjá okkur og vorum með tvo frammi í 4-4-2. Eitthvað sem við höfum ekki verið í hingað til og það tók okkur smá tíma að komast inn í leikinn."

„Seinni hálfleikur var algjörlega okkar en það var ekki alltaf auðvelt að opna þá. Völlurinn var ekki beint sérstakur og erfitt að spila í gegnum svona varnir. Við þurftum að fara út á kantana og reyna að ná fyrirgjöfunum. Við hefðum getað gert það betur en það er erfitt að krossa boltanum á ekki betri velli en þetta."


Athugasemdir
banner
banner