Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 08. febrúar 2021 11:48
Magnús Már Einarsson
Mike Dean fær morðhótanir
Mynd: Getty Images
Dómarinn Mike Dean og fjölskylda hans hafa fengið morðhótanir undanfarnar daga.

Hinn 52 ára gamli Dean hefur tilkynnt hótanirnar til lögeglu og jafnframt óskað eftir að fá frí frá því að dæma í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi.

Dean var gagnrýndur um helgina fyrir að reka Tomas Toucek, leikmann West Ham, af velli gegn Fulham.

Þá fékk Dean gagnrýni frá Southampton eftir að hafa dæmt tvo leiki með liðinu að undanförnu, meðal annars 9-0 tapið gegn Manchester United í síðustu viku.

Mike Dean er einn af reyndari og þekktustu dómurunum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner