Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 08. febrúar 2023 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kompany vildi alls ekki missa Tella - „Við földum símana"
Nathan Tella í leik með Southampton
Nathan Tella í leik með Southampton
Mynd: EPA

Nathan Tella var hetja Burnley í gær þegar liðið komst áfram í FA bikarnum þar sem hann skoraði bæði mörkin í 2-1 sigri á Ipswich.


Þessi 23 ára gamli framherji er á láni frá Southampton en Vincent Kompany stjóri Burnley var spurður eftir leikinn hvort Southampton hafi viljað fá Tella til baka í janúar.

„Við földum símana og gengum úr skugga um að enginn myndi hafa samband," sagði Kompany og hló. „Við erum ánægð að hafa hann hjá okkur og það er það eina sem skiptir máli."

Tella fékk fá tækifæri með Southampton á síðustu leiktíð en hann spilaði aðeins 14 leiki í öllum keppnum.

„Svona leikmenn verða að spila, það er aðal ástæðan fyrir því að hann sé hér. Það hefur aldrei verið neinn efi um færni hans til að skora, hann þarf bara að koma sér í rétta stöðu og fá þjónustu," sagði Kompany.


Athugasemdir
banner
banner
banner