
Sigurður Heiðar Höskuldsson, aðstoðarþjálfari Vals, og Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks, spá í leikina.
Chelsea og Benfica voru fyrstu liðin til að tryggja sig inn í átta-liða úrslit Meistaradeildarinnar í gær. Í kvöld munu tvö lið til viðbótar tryggja sig inn í þann hluta keppninnar.
Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.
Halldór Árnason
Bayern München 2 - 2 PSG (3 - 2)
Bayern voru töluvert sterkari aðilinn í fyrri leiknum, en meiddur Mbappe kom inn á og breytti leiknum. Með hann heilan verður þetta allt annar leikur og sigurinn gæti fallið hvoru megin sem er. Þetta verður markaleikur og spenna fram á lokamínútur. En varnarleikur PSG er ekki nógu sterkur og Bayern lætur ekki slá sig út á heimavelli og fer áfram samanlagt.
Tottenham 1 - 0 AC Milan (1 - 1)
Milan kemur inn í þennan leik á ágætis skriði á meðan Tottenham er á skrítnum stað, mjög óstöðugir í frammistöðu og úrslitum og hafa saknað Conte á hliðarlínunni. Milan reynir að verja forskotið og Tottenham fær fá færi til að byrja með. Þeir skora eina markið í venjulegum leiktíma í seinni hálfleik og vinna svo einvígið í framlengingu.
Sigurður Heiðar Höskuldsson
Bayern München 1 - 2 PSG (2 - 2)
Bayern hefur verið að finna aðeins mojo-ið sitt og voru töluvert betri aðilinn í fyrri leiknum. En þar var enginn Mbappe í byrjunarliði PSG. Leikur PSG er bara allt annar með hann inn á og fyrri leikurinn umturnaðist um leið og hann steig inn á völlinn. Svo er spurning hvort að PSG sé ekki bara betri með Neymar ekki í liðinu þessa dagana.
Mjög áhugaverður leikur sem fer í framlengingu og vító; 1-2 fyrir PSG eftir venjulegan leiktíma en Bayern fer áfram eftir vítaspyrnukeppni.
Tottenham 1 - 0 AC Milan (1 - 1)
Býst við svipuðum leik og á Ítalíu. Tvö áþekk lið. Þessi fer líka í framlengingu eftir 1-0 sigur Tottenham. Kane skorar svo sigurmarkið seint í framlengingunni.
Fótbolti.net spáir - Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern München 2 - 2 PSG (3 - 2)
Það verður einhver rosaleg minningarathöfn fyrir Neymar fyrir leikinn og það gefur PSG kraft í byrjun leiks. Þeir verða 2-0 yfir í hálfleik en Bayern kemur til baka og vinnur einvígið.
Tottenham 0 - 0 AC Milan (0 - 1)
Þetta verður ekki mikið fyrir augað. Milan lokar á Tottenham, allt á suðupunkti í Lundúnum.
Staðan í heildarkeppninni:
Halldór Árnason - 11
Fótbolti.net - 9
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 7
Sjá einnig:
Spenna í loftinu - Svona er staðan fyrir seinni leiki 16-liða úrslita Meistaradeildarinnar
Athugasemdir