Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 08. mars 2023 23:13
Ívan Guðjón Baldursson
Conte: Framför frá því í fyrra
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Antonio Conte var á hliðarlínunni í fyrsta sinn eftir gallblöðruaðgerð er Tottenham tók á móti AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.


Tottenham hafði tapað fyrri leiknum 1-0 í Mílanó og þurfti því sigur í kvöld. Liðið sýndi þó slaka frammistöðu og átti ekki sitt besta marktækifæri fyrr en í uppbótartíma, þegar Mike Maignan gerði vel að verja skalla frá Harry Kane.

„Þetta er þriðji leikurinn í röð sem okkur mistekst að skora. Við getum gert miklu betur en þetta og ég er ekki bara að tala um sóknarmennina heldur allt liðið. Við verjumst og sækjum sem heild, það þurfa allir að gera sitt til að þetta gangi upp," sagði Conte við BT Sport að leikslokum.

„Þetta var jafn leikur en við vorum ekki nægilega beittir. Ég get ekki kennt strákunum um því þeir gáfu sig alla í þennan leik. Ef við horfum á stóra samhengið þá er þetta framför frá því í fyrra - þegar við komumst ekki upp úr riðli í Sambandsdeildinni.

„Við tókum skref áfram en við þurfum að halda áfram að leggja hart að okkur ef við viljum vera samkeppnishæfir í hæsta gæðaflokki. Það er ekkert sem kemur okkur þangað nema þrotlaus vinna.

„Núna þurfum við að einbeita okkur að því að klára deildartímabilið vel og tryggja okkur Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð."

Tottenham er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur og tekur á móti Nottingham Forest um helgina.


Athugasemdir
banner
banner
banner