Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Tveir heimaleikir í röð á Hlíðarenda
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Það eru spennandi leikir á dagskrá í Lengjubikarnum í kvöld þar sem keppt er í efstu deild í karla- og kvennaflokki.


Fjörið hefst strax klukkan 16:45 þegar Leiknir R. tekur á móti ÍBV í A-deild karla. Bæði lið eru með þrjú stig en ÍBV á tvo leiki til góða.

Skömmu síðar hefst stórleikur Vals gegn Selfossi í kvennaflokki en þar hafa Íslandsmeistarar Vals farið illa af stað og eru með tvo tapleiki eftir tvær umferðir. Selfoss er með einn sigur og eitt tap. 

KR mætir svo ÍA í karlaflokki áður en Valur og Grindavík eigast við. Það eru því tveir leikir sem fara fram á Hlíðarenda í kvöld.

Léttir og GG eigast að lokum við í C-deild Lengjubikarsins.

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 1
19:00 KR-ÍA (KR-völlur)
20:00 Valur-Grindavík (Origo völlurinn)

Lengjubikar karla - A-deild, riðill 2
16:45 Leiknir R.-ÍBV (Domusnovavöllurinn)

Lengjubikar karla - C-deild, riðill 3
20:00 Léttir-GG (ÍR-völlur)

Lengjubikar kvenna - A-deild, riðill 1
17:30 Valur-Selfoss (Origo völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner