Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   mið 08. mars 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City að vinna þriggja hesta kapphlaupið um Gvardiol
Josko Gvardiol.
Josko Gvardiol.
Mynd: Getty Images
Manchester City er að vinna baráttuna um króatíska miðvörðinn Josko Gvardiol.

Daily Mail fjallar um það að baráttan standi aðallega á milli þriggja félaga úr ensku úrvalsdeildinni; Chelsea, Liverpool og Man City.

Pep Guardiola, stjóri City, vill ólmur sækja Gvardiol í sumar en leikmaðurinn hefur verið að leika mjög vel með RB Leipzig í Þýskalandi, auk þess sem hann var stórkostlegur með Króatíu á HM í sumar.

Hinn 21 árs gamli Gvardiol er sagður vera með 96 milljón punda riftunarverð í samningi sínum en það verður erfitt fyrir Liverpool að borga það fyrir hann í sumar. Chelsea hefur þá eytt miklum fjárhæðum í miðverði síðustu mánuði.

Gvardiol mætir á Etihad-völlinn í næstu viku og á þá möguleika á því að slá City úr leik í Meistaradeildinni en staðan er 1-1 í einvíginu eftir fyrri leikinn í Manchester.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner