Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   mið 08. mars 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man City að vinna þriggja hesta kapphlaupið um Gvardiol
Manchester City er að vinna baráttuna um króatíska miðvörðinn Josko Gvardiol.

Daily Mail fjallar um það að baráttan standi aðallega á milli þriggja félaga úr ensku úrvalsdeildinni; Chelsea, Liverpool og Man City.

Pep Guardiola, stjóri City, vill ólmur sækja Gvardiol í sumar en leikmaðurinn hefur verið að leika mjög vel með RB Leipzig í Þýskalandi, auk þess sem hann var stórkostlegur með Króatíu á HM í sumar.

Hinn 21 árs gamli Gvardiol er sagður vera með 96 milljón punda riftunarverð í samningi sínum en það verður erfitt fyrir Liverpool að borga það fyrir hann í sumar. Chelsea hefur þá eytt miklum fjárhæðum í miðverði síðustu mánuði.

Gvardiol mætir á Etihad-völlinn í næstu viku og á þá möguleika á því að slá City úr leik í Meistaradeildinni en staðan er 1-1 í einvíginu eftir fyrri leikinn í Manchester.
Athugasemdir
banner
banner