Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mið 08. mars 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Bayern og Milan með forystu
Mynd: EPA

Það eru stórleikir á dagskrá í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld þar sem tvö stórlið munu vera slegin úr leik.


Það er alvöru risaslagur í Bæjaralandi þegar Þýskalandsmeistarar FC Bayern taka á móti Frakklandsmeisturum Paris Saint-Germain.

Þar mætast tvö stjörnum prýdd lið sem telja sig bæði gera sterkt tilkall til að sigra þessa keppni. Bayern er með forystuna í einvíginu eftir 0-1 sigur í París og því þurfa Kylian Mbappe, Lionel Messi og félagar svo sannarlega að skipta um gír á erfiðum útivelli.

Í London mæta svo Ítalíumeistarar AC Milan til leiks á útivelli gegn ítalskasta liði enska boltans - Tottenham. Antonio Conte og Cristian Stellini þurfa sigur hér í kvöld eftir 1-0 tap í fyrri leiknum í Mílanó.

Leikir kvöldsins:
20:00 FC Bayern - PSG (Stöð 2 Sport 2)
20:00 Tottenham - Milan (Viaplay)


Athugasemdir
banner
banner
banner