Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 08. maí 2021 10:40
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Leeds og Tottenham: Engar breytingar hjá stjórunum
Byrja báðir.
Byrja báðir.
Mynd: Getty Images
Fyrsta viðureign dagsins i ensku úrvalsdeildinni fer fram á Elland Road en þar mætast Leeds United og Tottenham Hotspur.

Spilað er í 35. umferðinni en nýliðarnir í Leeds sigla lignan sjó um miðja deild á meðan Tottenham er í harðri baráttu við nokkur lið um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Gestirnir mega því ekki við því að misstíga sig í dag.

Marcelo Bielsa, stjóri Leeds, gerir enga breytingu frá tapleiknum gegn Brighton í síðustu umferð.

Hinn ungi Ryan Mason, stjóri Tottenham, heldur sig sömuleiðis við sömu ellefu í byrjunarliði sínu en liðið vann þá sannfærandi sigur á Sheffield United í síðustu umferð.

Leeds United: Meslier; Ayling, Llorente, Struijk, Alioski; Koch; Harrison, Klich, Roberts, Dallas; Bamford.
(Varamenn: Casilla, Davis, Berardhi, Shackleton, Phillips, Raphinha, Hernandez, Poveda, Rodrigo).

Tottenham Hotspur: Lloris; Aurier, Alderweireld, Dier, Reguilón; Lo Celso, Hojbjerg; Son, Dele Alli, Bale; Kane.
(Varamenn: Hart, Sanchez, Doherty, Winks, Sissoko, Ndombele, Lamela, Bergwijn, Lucas).
Athugasemdir
banner
banner