Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. maí 2022 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Alfons og Viðar Örn á skotskónum - Aron Einar bikarmeistari í Katar
Viðar Örn Kjartansson skoraði í sigri í Noregi
Viðar Örn Kjartansson skoraði í sigri í Noregi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alfons náði í stig fyrir Bodö/Glimt
Alfons náði í stig fyrir Bodö/Glimt
Mynd: Bodö/Glimt
Aron Einar varð bikarmeistari í dag
Aron Einar varð bikarmeistari í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir Íslendingar voru á skotskónum í Evrópuboltanum í dag en bæði mörkin komu í Noregi.

Alfons Sampsted skoraði á 82. mínútu og tryggði Noregsmeisturum Bodö/Glimt jafntefli gegn Lilleström, 1-1. Alfons lék allan leikinn í leiknum en Hólmbert Aron Friðjónsson kom inná sem varamaður hjá Lilleström fimm mínútum fyrir leikslok.

Bodö/Glimt er í 5. sæti með 8 stig eftir fyrstu fimm leikina en Lilleström er í 2. sæti með 14 stig.

Viðar Örn Kjartansson skoraði þá í 3-1 sigri Vålerenga á Sandefjord á sama tíma. Mark Viðars kom á 51. mínútu en hann fór af velli sextán mínútum síðar. Brynjar Ingi Bjarnason spilaði allan tímann í vörn Vålerenga sem situr í 4. sæti með 9 stig.

Ari Leifsson spilaði allan tímann í vörn Strömgodset sem vann Rosenborg, 3-0. Þetta var annar sigur Strömgodset sem er með 6 stig í 13. sæti.

Brynjólfur Andersen Willumsson kom inná sem varamaður á 66. mínútu er Kristiansund tapaði fyrir Haugesund, 2-0. Kristiansund er á botninum með 1 stig.

Titilbaráttan á lífi í Danmörku

FCK missteig sig í titilbaráttunni í dönsku úrvalsdeildinni er liðið gerði 1-1 jafntefli við nágranna þeirra í Bröndby. Ísak Bergmann Jóhannesson kom inná á 66. mínútu hjá FCK en Hákon Arnar Haraldsson sat allan tímann á bekknum.

Midtjylland vann á meðan Álaborg, 2-1. Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliðinu hjá Álaborg en var skipt af velli þegar tíu mínútur voru eftir. Elías Rafn Ólafsson var ekki með Midtjylland vegna meiðsla.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir Midtjylland sem saxaði á forskot FCK. Nú er aðeins eitt stig á milli þeirra þegar þrír leikir eru eftir af deildinni.

Aron og Davíð í sigurliðum

Aron Bjarnason spilaði allan leikinn fyrir Sirius sem unnu Varbergs, 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni.. Oskar Sverrisson kom inná í lið Varbergs þegar sautján mínútur voru eftir. Sirius er í 10. sæti deildarinnar með 10 stig en Varbergs í 12. sæti með 7 stig.

Davíð Kristján Ólafsson spilaði þá allan leikinn er Kalmar vann Hammarby, 2-0. Kalmar er í 5. sæti með 12 stig.

Aron Einar bikarmeistari í Katar

Aron Einar Gunnarsson og hans menn í Al Arabi eru bikarmeistarar eftir að hafa unnið Lusail, 3-2, í úrslitum QFA-bikarsins í dag.

Aron var ekki með í undanúrslitaleiknum en var mættur í byrjunarliðið í dag og lék allan leikinn. Hann nældi sér í gult spjald eftir klukkutímaleik.
Athugasemdir
banner
banner
banner