Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 08. júní 2022 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Galtier að taka við af Pochettino?
Í lok síðasta mánaðar var fjallað um að PSG ætlaði að reka stjórann Mauricio Pochettino og Leonardo sem var yfirmaður íþróttamála hjá félaginu. Búið er að láta Leonardo fara og er Luis Campos að taka við hans hlutverki.

Greint var frá því að Kylian Mbappe, leikmaður PSG, hefði mikið um málið að segja en hans ítök hjá félaginu hafa aukist eftir að hann skrifaði undir nýjan risasamning á dögunum. Hann hefur sumstaðar verið kallaður spilandi yfirmaður knattspyrnumála.

PSG var með Zinedine Zidane efstan á blaði til að taka við af Pochettino en hann gaf félaginu afsvar. Næstur á lista var Jose Mourinho en hann vill ekki fara frá Roma.

Næstur á lista, er samkvæmt heimildum Fabrizio Romano, Cristophe Galtier sem er stjóri Nice. Romano, sem er séfræðingur um félagsskipti, hefur enn ekki fengið tilboð frá PSG því fyrsta mál á dagskrá sé að tilkynna Pochettino að hann verði látinn fara.

Galtier gerði Lille að meisturum síðasta vor og kom Nice í úrslitaleik franska bikarsins í vetur.
Athugasemdir
banner