Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 08. júní 2022 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Troels Banggard með fyrirlestur í höfuðsstöðvum KSÍ
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Laugardaginn 11. júní heldur Troels Banggard fyrirlestur í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli, frá 10:30-12:00.


Troels er sálfræðingur í fullri stöðu hjá danska úrvalsdeildarliðinu FC Midtjylland. Hann mun fjalla um hvernig sálfræðingar FCM vinna með leikmönnum aðalliðsins og akademíunnar. Hann mun fjalla um gildi félagsins hvernig unnið er markvist í að mynda sterkan kúltúr.

Troels hefur einnig starfað hjá FC Kaupmannahöfn sem og nokkrum sterkustu handknattleiksfélögum Danmerkur.

Aðgangseyrir er 3000kr og skráning á viðburðinn er hér 

Ekki verður streymt frá fyrirlestrinum.

Mæting á fyrirlesturinn veitir þjálfurum með KSÍ eða UEFA þjálfaragráður tvö endurmenntunarstig.


Athugasemdir
banner
banner
banner