Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fim 08. júní 2023 09:00
Elvar Geir Magnússon
Kim færist nær Man Utd - Villa hefur áhuga á Maguire
Powerade
Kim Min-jae í enska boltann?
Kim Min-jae í enska boltann?
Mynd: Getty Images
Harry Maguire.
Harry Maguire.
Mynd: Getty Images
Josko Gvardiol.
Josko Gvardiol.
Mynd: Getty Images
Folarin Balogun.
Folarin Balogun.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin í slúðurpakkann. Kim, Maguire, Torres, Kane, Gvardiol, Messi, Suarez, Disasi og fleiri í pakka dagsins.

Suður-kóreski varnarmaðurinn Kim Min-jae (26) færist nær því að ganga í raðir Manchester United frá Napoli og skrifa undir fimm ára samning. (Nicolo Schira)

Newcastle gæti eyðilagt fyrir Rauðu djöflunum en félagið hefur átt viðræður við Kim. 42 milljóna punda riftunarákvæði verður virkt í samningi hans þann 1. júlí. (Sun)

Aston Villa hefur áhuga á að fá enska varnarmanninn Harry Maguire (30) frá Manchester United í sumar. (Football Insider)

Villa hefur gert formlegt tilboð í spænska varnarmanninn Pau Torres (26) hjá Villarreal. (Mirror)

Waleed Muaath, forseti Al Ahli í Sádi-Arabíu, ferðaðist til London fyrr í vikunni til að reyna að kaupa alsírska vængmanninn Riyad Mahrez (32) frá Manchester City eftir að hafa misst af Lionel Messi (35) sem er að fara til Inter Miami. (CBS)

Al-Hilal gerði lokatilraun í Messi með því að bjóða honum 500 milljónir evra fyrir tímabilið. (Helena Condis Edo)

Eftir að hafa tryggt sér Messi hefur Inter Miami snúið sér að argentínska vængmanninum Angel di Maria (35) og Sergio Busquets (34) sem eru fáanlegir á frjálsri sölu. (Fabrizio Romano)

Úrúgvæski sóknarmaðurinn Luis Suarez (36) er á förum frá Gremio og ætlar að ganga í raðir Inter Miami ásamt Messi og Sergio Busquets. (90min)

Manchester City hyggst reyna að fá króatíska varnarmanninn Josko Gvardiol (21) frá RB Leipzig. (90min)

Bayern München vonast enn til að geta fengið Harry Kane (29) frá Tottenham, þrátt fyrir áhuga Real Madrid. (Athletic)

Hollenski markvörðurinn Nick Marsman (32) hjá Inter Miami segir að félagið sé ekki tilbúið til að fá Messi. (ESPN)

N'Golo Kante (32) hefur lokið læknisskoðun hjá Al-Ittihad og gengur í raðir félagsins frá Chelsea. (Guardian)

Spænski markvörðurinn David de Gea (32) er tilbúinn að hafna freistandi tilboði frá Sádi-Arabíu til að vera áfram hjá Manchester United. (TalkSport)

AC Milan vill enn fá enska miðjumanninn Ruben Loftus-Cheek (27) en viðræður við Chelsea halda áfram. (Football Insider)

Umboðsmaður Franck Kessie (26), miðjumanns Barcelona og Fílabeinsstrandarinnar, hefur neitað því að leikmaðurinn sé til sölu. Fréttir hafa borist af áhuga Liverpool. (Mirror)

Portúgalski miðjumaðurinn Fabio Carvalho (20) mun aðeins fá að yfirgefa Liverpool á lánssamningi í sumar. Nokkur ensk úrvalsdeildarfélög hafa áhuga og mögulegt að hann snúi aftur til Fulham. (Athletic)

Folarin Balogun (21) sóknarmaður Arsenal er á óskalistum AC Milan og Inter en Bandaríkjamaðurinn er líklegur til að færa sig um set í sumar eftir að hafa staðið sig vel á láni hjá Reims. (Mail)

Brighton undirbýr að slá félagsmet með því að bjóða 40 milljónir punda í enska miðvörðinn Levi Colwill (20) sem lék fantavel með félaginu á lánssamningi frá Chelsea. (90min)

Manchester United er að vinna í óvæntum kaupum á franska varnarmanninum Axel Disasi (25) frá Mónakó. (L'Equipe)

Luton Town hefur blandað sér í baráttuna um jamaíska varnamanninn Joel Latibeaudiere (23) sem er fáanlegur á frjálsri sölu frá Swansea City. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner