Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
   lau 08. júní 2024 13:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búast við fjórum breytingum hjá Southgate eftir tapið í gær
Þjálfarinn Southgate.
Þjálfarinn Southgate.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kobbie Mainoo verður númer 26 á EM.
Kobbie Mainoo verður númer 26 á EM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Búið er að tilkynna númer leikmanna enska landsliðsins fyrir EM í Þýskalandi og út frá því gengur enska pressan frá því að búið sé að velja byrjunarliðið fyrir fyrsta leikinn á mótinu sem verður gegn Serbíu eftir átta daga.

Nokkrar breytingar eru á liðinu frá tapinu vandræðalega gegn Íslandi í gær.

Lestu um leikinn: England 0 -  1 Ísland

Ef John Stones er heill þá er búist við því að hann verði áfram í vörninni. Aaron Ramsdale fer hins vegar á bekinn og Jordan Pickford í markið. Luke Shaw mun að öllum líkindum ekki ná fyrsta leik en gæti spilað í 2. umferð riðlakeppninnar.

Á miðsvæðinu kemur Trent Alexander-Arnold inn fyrir Kobbie Mainoo og Jude Bellingham fyrir Cole Palmer. Þá kemur Bukayo Saka inn fyrir Anthony Gordon og fer á hægri kantinn.

Líklegt byrjunarlið Englands gegn Serbíu:
Jordan Pickord (1)

Kyle Walker (2)
John Stones (5)
Marc Guehi (6)
Kieran Trippier (12)

Declan Rice (4)
Trent Alexander-Arnold (8)
Jude Bellingham (10)

Bukayo Saka (7)
Harry Kane (9)
Phil Foden (11)
Athugasemdir
banner
banner
banner