Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   lau 08. júní 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Skoruðu fimm mörk í fyrsta sigri Jóa Kalla
Jóhannes Karl
Jóhannes Karl
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson og lærisveinar hans í danska liðinu AB unnu 5-3 sigur á Aarhus Fremad í C-deildinni í gær en þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Skagamannsins.

Jói Kalli tók við taumunum hjá liði AB í lok maí en lið hans mátti þola 6-0 skell í fyrsta leik hans.

Hann hefur náð að stilla saman strengi fyrir annan leik sinn sem fór fram í gær.

AB leiddi með þremur mörkum í hálfleik, en Fremad tókst að minnka muninn í 3-2 á tólf mínutna kafla.

Heimamenn náðu þó að halda forskoti út leikinn og lauk honum með 5-3 sigri AB. Magnaður sigur í ljósi þess að Fremad er í baráttu um að komast upp. Þetta hleypir Roskilde inn í þá baráttu, sem er þremur stigum á eftir Fremad og með leik til góða.

Ágúst Eðvald Hlynsson var í byrjunarliði AB í leiknum.

Þetta var næst síðasti leikur AB á tímabilinu en það mætir Middelfart eftir viku. AB er í næst neðsta sæti meistarariðilsins með 37 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner