Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. júlí 2020 21:52
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Birkir byrjaði í tapi gegn Torino - Andri Fannar kom við sögu
Birkir Bjarnason byrjaði hjá Brescia
Birkir Bjarnason byrjaði hjá Brescia
Mynd: Getty Images
Andri Fannar Baldursson spilaði annan leikinn í röð með Bologna
Andri Fannar Baldursson spilaði annan leikinn í röð með Bologna
Mynd: Andri Fannar
Atalanta, Roma og Napoli unnu öll sína leiki í 31. umferð Seríu A í kvöld en Íslendingaliðin Bologna og Brescia töpuðu sínum leikjum.

Birkir Bjarnason var í byrjunarliði Brescia sem tapaði fyrir Torino, 3-1. Birkir er með samning við Brescia út þessa leiktíð en hann gekk til liðs við félagið í janúar.

Hann fór af velli á 61. mínútu í stöðunni 2-1 fyrir Torino en nýliðar Brescia virðast eiga erfitt með að tengja tvo sigurleiki í röð. Liðið er í harðri fallbaráttu og þarf kraftaverk til að halda sér uppi.

Andri Fannar Baldursson kom þá inná sem varamaður hjá Bologna er liðið tapaði fyrir Sassuolo á heimavelli, 2-1. Andri, sem kom við sögu í sigrinum á Inter á dögunum, fékk aftur tækifærið í kvöld en hann spilaði síðustu fimmtán mínútur leiksins. Þetta var þriðji leikur hans á tímabilinu en Bologna er í 10. sæti með 41 stig.

Napoli lagði Genoa að velli, 2-1. Dries Mertens, markahæsti leikmaðurinn í sögu Napoli, skoraði fyrra mark Napoli en Hirving Lozano gerði annað markið. Napoli er í baráttu um Evrópudeildarsæti en liðið er í 6. sæti með 51 stig þegar sjö leikir eru eftir.

Roma vann þá Parma 2-1. Jordan Veretout skoraði sigurmark Roma á 57. mínútu en liðið er í 5. sæti með jafnmörg stig og Napoli.

Atalanta virðist ætla að spila í Meistaradeild Evrópu annað tímabilið í röð en liðið vann Sampdoria 2-0. Rafael Toloi og Luis Muriel gerðu mörkin og er Atalanta nú með 66 stig í 3. sæti, hársbreidd frá því að tryggja sæti sitt í Meistaradeildinni.

Úrslit og markaskorarar:

Torino 3 - 1 Brescia
0-1 Ernesto Torregrossa ('21 )
0-2 Ales Mateju ('48 , sjálfsmark)
1-2 Andrea Belotti ('58 )
2-2 Simone Zaza ('86 )

Fiorentina 0 - 0 Cagliari

Genoa 1 - 2 Napoli
0-1 Dries Mertens ('45 )
1-1 Edoardo Goldaniga ('49 )
1-2 Hirving Lozano ('66 )

Roma 2 - 1 Parma
0-1 Juraj Kucka ('9 , víti)
1-1 Henrikh Mkhitaryan ('43 )
2-1 Jordan Veretout ('57 )

Atalanta 2 - 0 Sampdoria
1-0 Rafael Toloi ('75 )
2-0 Luis Muriel ('85 )

Bologna 1 - 2 Sassuolo
0-1 Domenico Berardi ('41 )
0-2 Lukas Haraslin ('56 )
1-2 Musa Barrow ('90 )
Athugasemdir
banner
banner