Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. júlí 2021 09:10
Elvar Geir Magnússon
Chelsea til í að bjóða 150 milljónir punda í Haaland
Powerade
Erling Haaland.
Erling Haaland.
Mynd: Getty Images
Moise Kean.
Moise Kean.
Mynd: Getty Images
Leon Goretzka.
Leon Goretzka.
Mynd: Getty Images
Haaland, Guardiola, Richarlison, Jorginho, Aouar, Kean, Ramos og fleiri í slúðurpakka dagsins. BBC tók saman.

Chelsea er tilbúið að bjóða allt að 150 milljónir punda í Erling Haaland (20), norska sóknarmanninn hjá Borussia Dortmund. Chelsea hefur þegar rætt við umboðsmenn hans. (90 Min)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að City hafi ekki efni á að kaupa nýjan sóknarmann miðað við verðmiðana er í gangi. Hann segir meiri líkur en minni á að Englandsmeistararnir kaupi ekki annan sóknarmann. (TVS)

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur sagt yfirmönnum sínum að hann vilji kaupa brasilíska framherjann Richarlison (24) frá Everton. (ESPN)

Umboðsmaður Jorginho (29), miðjumanns Chelsea, segir að það sé áhugi á ítalska landsliðsmanninum en er tilbúinn að ræða um að gera samning við Chelsea sem er lengri en sá sem hann er með núna. Jorginho er bundinn til 2023. (Radio Marte)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, er í viðræðum við Watford um að kaupa enska miðjumanninn Will Hughes (26) fyrir um 12 milljónir punda. (Sun)

Arsenal hefur áhuga á Houssem Aouar (23), miðjumanni Lyon og Frakklands. (ESPN)

Everton mun ekki láta Moise Kean (21) aftur fara á lán á þessu tímabili en hann var hjá Paris St-Germain á því síðasta. (Liverpool Echo)

Marcel Sabitzer (27), fyrirliði RB Leipzig, gæti verið fáanlegur fyrir um 17 milljónir punda. Austurríski miðjumaðurinn á ár eftir af samningi sínum og viðræður um nýjan ganga hægt. (90 Min)

Paris St-Germain virtist óvart hafa staðfest samkomulag við Sergio Ramos (35) með því að birta grein á heimasíðu sinni. Talað er um að greinin hefði átt að birtast í dag. (Goal)

Úlfarnir hafa samþykkt að selja portúgalska varnarmanninn Ruben Vinagre (22) til Sporing Lissabon fyrir 8,6 milljónir punda. (Football Insider)

Tottenham hefur áhuga á Mert Muldur (22), varnarmanni Sassuolo, en West Ham er einnig að horfa til tyrkneska landsliðsmannsins. (Mail)

Southampton telur miklar líkur á að félagið fái enska sóknarmanninn Adam Armstrong (24) frá Blackburn Rovers fyrir um 10 milljónir punda. (Football League World)

Tottenham mun láta írska sóknarmanninn Troy Parrott (19) taka annað tímabil á láni eftir að hann var hjá Millwall og Ipswich á því síðasta. (Football London)

Watford er tilbúið að semja við Peter Etebo (25), miðjumann Stoke og Nígeríu, sem var hjá Galatasaray á láni á síðasta tímabili. (Sun)

Middlesbrough er komið langt í viðræðum um kaup á Martin Payero (22), miðjumanni Atletico Banfield sem er í argentínska hópnum fyrir Ólympíuleikana. (Football Insider)

Julian Nagelsmann, stjóri Bayern München, segir að Leon Goretzka (26), sem hefur verið orðaður við Manchester United, sé mikilvægur leikmaður og hann vilji vinna með honum í mörg ár. (Goal)

AC Milan mun hækka samningstilboð sitt til miðjumannsins Franck Kessie (24) en félagið reynir að fá Fílabeinsstrendinginn til að framlengja samning sinn. (Gazzetta dello Sport)

Ítalski varnarmaðurinn Davide Calabria (24) hefur samþykkt nýjan samning við AC Milan til 2025. (Calciomercato)
Athugasemdir
banner
banner
banner