Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 08. júlí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hólmbert ekki á leið til Íslands - „Held það megi setja þetta ofan í skúffu"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hólmbert Aron Friðjónsson var orðaður við endurkomu í KR í Þungavigtinni fyrir helgi. Hólmbert er án félags eftir að samningur hans við Holstein Kiel rann út í síðasta mánuði. Hólmbert, sem er 31 árs framherji, byrjaði tvo leiki og kom inn á í tólf leikjum þegar Kiel endaði í 2. sæti 2. Bundesliga og komst upp í efstu deild.

Hann skoraði tvö mörk í bikarnum og eitt í deildinni á tímabilinu.

Lestu um leikinn: KR 1 -  1 Stjarnan

Hann lék á sínum tíma, 2015-16, 28 keppnisleiki fyrir KR og skoraði í þeim sjö mörk. Hann á þá á að baki sex A-landsleiki og hefur í þeim skorað tvö mörk. Hann var síðast valinn í landsliðið í mars 2021.

Pálmi Rafn Pálmason var spurður út í meintan áhuga frá KR í viðtali eftir leik liðsins gegn Stjörnunni á laugardag.

„Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær þar sem hann spurði mig hvaðan þetta kæmi. Ég gat ekki svarað því. Ekki vitum við af þessu og ekki veit hann af þessu, þannig ég held það megi bara setja þetta ofan í skúffu núna bara," sagði Pálmi sem var leikmaður KR þegar Hólmbert var hjá félaginu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hólmbert ekki á leið til Íslands. Hann er þessa dagana orðaður við AIK og Hammarby í Svíþjóð og einnig er sagt að það sé áhugi honum frá Belgíu.


Pálmi Rafn: Ef það var eitthvað sem klikkaði var það ég
Athugasemdir
banner
banner
banner