banner
   fös 08. ágúst 2014 09:52
Magnús Már Einarsson
Myndband: Stuðningsmenn Poznan klöppuðu fyrir Stjörnunni
Úr fyrri leiknum.
Úr fyrri leiknum.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Stjarnan komst áfram í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar eftir 0-0 jafntefli gegn Lech Poznan í Póllandi í gær.

Stuðningsmenn Lech Poznan eru á meðal þeirra hörðustu í bransanum og þeir voru ekki ánægðir með sína menn í gær.

Eftir að hafa baulað á sína menn í leikslok þá klöppuðu stuðningsmennirnir hins vegar fyrir Stjörnumönnum þegar þeir fögnuðu niðri á vellinum.

,,Það lýsir Pólverjum best að þeir stóðu upp og fögnuðu okkur i leikslok. Bið alla Garðbæinga um að faðma Pólverja út þetta ár. #Pólland," sagði Ólafur Karl Finsen leikmaður Stjörnunnar á Twitter eftir leik.

Hér að neðan má sjá myndband af atvikinu en stuðningsmennirnir byrja að klappa eftir rúma hálfa mínútu.


Athugasemdir
banner
banner
banner