Portúgalski varnarmaðurinn Pepe griendi frá því að hann væri búinn að leggja skóna á hilluna, 41 árs að aldri.
Hann lauk ferlinum hjá portúgalska félaginu Porto en síðustu leikir hans á ferlinum voru með landsliði Portúgals á EM í sumar.
Cristiano Ronaldo, landi hans, sendi Pepe kveðju á Instagram en þeir voru liðsfélagar í landsliðinu og hjá Real Madrid.
„Engin orð lýsa því hversu mikið mér þykir vænt um þig vinur. Við unnum allt sem hægt er að vinna en stærsta afrekið er vináttan og virðingin sem ég ber fyrir þér. Þú ert einstakur bróðir," skrifaði Ronaldo.
Athugasemdir