Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
banner
   fim 08. ágúst 2024 06:00
Sölvi Haraldsson
Skotmark Tottenham hélt með Arsenal sem krakki
Solanke í leik með Bournemouth um árið.
Solanke í leik með Bournemouth um árið.
Mynd: Getty Images

Dominic Solanek, leikmaður Bournemouth og eitt helsta skotmark Tottenham í glugganum, studdi Arsenal, erkifjendur Tottenham, sem krakki og fór á leiki hjá þeim áður fyrr.


Faðir Solanke var mikill Arsenal stuðningsmaður og þegar Solanke var spurður í viðtali við BBC í maímánuði hvaða treyju hann eignaðist fyrst á ævinni svaraði hann að það væri Arsenal treyja. Þetta hefur ekki farið vel ofan í stuðningsmenn Tottenham. 

Solanke sagði samt að þegar hann mætir liðum sem hann hélt með áður er erfitt að halda með þeim þegar hann er að spila á móti þeim. 

Solanke á að koma til með að spila sem fremsti maður vallarins í Tottenham liðinu. Núverandi framherji Tottenham, Richarlison, hefur verið orðaður frá Tottenham en lið í Sádí Arabíu hafa mikinn áhuga á honum. Tottenham vilja fá 60 milljónir punda fyrir brassann. Ivan Toney er einnig á óskalista Tottenham.


Athugasemdir
banner
banner
banner