Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 08. september 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hundrað mörk hjá einum þeim besta í sögunni
Ronaldo er kominn með 100 landsliðsmörk.
Ronaldo er kominn með 100 landsliðsmörk.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo varð í kvöld fyrsti Evrópubúinn sem skorar 100 landsliðsmörk. Fyrsti evrópski karlmaðurinn það er að segja.

Hann er kominn með 101 landsliðsmark eftir að hafa skorað tvennu í 2-0 sigri á Svíþjóð.

Magnað afrek hjá einum besta fótboltamanni sem uppi hefur verið. Hann er núna átta mörkum frá því að jafna met Ali Daei sem spilaði fyrir landslið Íran og skoraði 109 landsliðsmörk.

„Ronaldo er að fara að ná þessu meti hjá Ali Daei (109 landsliðsmörk) sem maður hélt að yrði aldrei slegið. Ali Daei skoraði líka bróðurpartinn af mörkunum gegn fótboltastórþjóðum eins og Gvam, Maldíves, Laos og Nepal," skrifaði íþróttafréttamaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson á Twitter.

Hér að neðan má sjá 100. landsliðsmark Ronaldo af vef Vísis.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner