Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   þri 08. september 2020 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katar: Aron Einar ekki með þegar Al Arabi tapaði
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar í Al Arabi fara ekki sérlega vel af stað í deildinni í Katar á nýju tímabili.

Al Arabi heimsótti Al Ahli Doha og tapaði þar 2-0.

Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði, var ekki í leikmannahópi Al Arabi í kvöld.

Bæði mörkin komu tiltölulega snemma í seinni hálfleiknum með stuttu millibili. Lærisveinum Heimis tókst ekki að svara og lokaniðurstaðan 2-0 tap fyrir Íslendingalið Al Arabi.

Al Arabi er eftir tvo leiki með eitt stig.
Athugasemdir