Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   þri 08. september 2020 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mendy hætti næstum 23 ára en er núna að semja við Chelsea
Edouard Mendy.
Edouard Mendy.
Mynd: Getty Images
Chelsea er að ganga frá kaupum á markverðinum Edouard Mendy frá Rennes í Frakklandi.

Kepa Arrizabalaga átti afar slakt tímabil á síðustu leiktíð og missti byrjunarliðssætið til Willy Caballero, sem verður 39 ára gamall í lok mánaðarins.

Chelsea hefur leitað víða að markverði en nú bendir allt til þess að félagið sé búið að finna sinn mann. Hann heitir Edouard Mendy og er 28 ára gamall aðalmarkvörður Rennes. Líklega verður kaupverðið fyrir hann á milli 20 og 25 milljónir evra.

Saga Mendy er áhugaverð en fjölmiðlamaðurinn Matt Spiro bendir á það á Twitter að markvörðurinn hafi verið tilbúinn að hætta í fótbolta fyrir fimm árum síðan, þegar hann var 23 ára. Hann var atvinnulaus, mætti inn á vinnumálastofnun í heimabæ sínum í leit að vinnu en núna er hann 28 ára að semja við eitt stærsta knattspyrnufélag í heimi.


Athugasemdir
banner
banner
banner