Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fim 08. september 2022 14:50
Elvar Geir Magnússon
Graham Potter nýr stjóri Chelsea (Staðfest)
Graham Potter er nýr stjóri Chelsea.
Graham Potter er nýr stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
Chelsea hefur staðfest Graham Potter sem nýjan stjóra félagsins og gerði hann fimm ára samning. Potter hefur látið af störfum hjá Brighton og hefur þegar tekið við starfinu á Stamford Bridge.

Potter er 47 ára og hefur verið að gera spennandi hluti í þjálfun. Hann tók við Östersund i D-deildinni í Svíþjóð í janúar 2011 og kom liðinu upp í þá efstu, gerði það að bikarmeisturum og í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Hann var eitt ár hjá Swansea áður en hann tók við Brighton 2019. Hjá Brighton innleiddi hann skemmtilegan leikstíl sem skilaði liðinu einnig góðum árangri.

„Ég er afskaplega stoltur og spenntur að taka við þessu nýja starfi. Ég hlakka mikið til að hitta þennan spennandi hóp leikmanna og þróa lið og menningu sem gleðja stuðningsmenn og gera þá stolta," segir Potter.


Athugasemdir
banner
banner