Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 08. september 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Orðinn þreyttur á VAR og segir að það eigi að fara beint í ruslið
Michail Antonio.
Michail Antonio.
Mynd: EPA
Michail Antonio, sóknarmaður West Ham, segir að það þurfi að henda VAR - myndbandsdómgæslunni - í ruslið.

VAR hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið vegna mistaka í tengslum við kerfið, þar á meðal í leik West Ham gegn Chelsea.

West Ham skoraði jöfnunarmark sem var dæmt ógilt eftir VAR-skoðun. Það var metið sem svo að brotið hefði verið á Edouard Mendy, markverði Chelsea, en síðar hafa dómarasamtökin viðurkennt að það hafi verið mistök að taka þetta mark frá.

Antonio fór í viðtal í hlaðvarpi hjá breska ríkisútvarpinu þar sem hann sagði að það verði að henda VAR í ruslið, það verði að henda þessu.

„Það er verið að búa til efasemdir í huga dómarans þegar hann er viss um ákvörðun sína," sagði Antonio.

Því skal ekki gleyma að það eru manneskjur sem eru að stjórna VAR-kerfinu, það eru manneskjur sem eru að taka ákvarðanirnar. Dómgæslan á Englandi er bara ekki nægilega góð.
Athugasemdir
banner
banner