Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 08. september 2022 07:30
Aksentije Milisic
Slagsmál milli stuðningsmanna hófust undir lok leiks Tottenham og Marseille

Tottenham vann 2-0 sigur á Marseille í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu þar sem Brasilíumaðurinn Richarlison gerði bæði mörkin.


Slagsmál undir lok leiks setja hins vegar ljótan blett á þessa viðureign en stuðningsmenn Marseille, sem gerðu sér ferð á leikinn, rifu niður borða á vellinum og reyndu svo að brjóta sér leið yfir til stuðningsmanna Tottenham.

Allt þetta hófst þegar uppbótartíminn var í gangi í leiknum en lögreglan þurfti að stíga inn í og þá var flöskum og drykkjum hent á milli stuðningsmannahópanna.

Þá köstuðu stuðningsmenn Marseille einnig blys yfir á stuðningsmenn Tottenham en það er til myndband af því atviki.

Lögreglan mætti og henti reykhylkjum að stuðningsmönnunum en lögreglan hélt stuðningsmönnum franska liðsins í stúkunni í dágóðan tíma eftir að leik lauk.


Athugasemdir