Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
Pétur Péturs: Finnst þér ég orðinn svona gamall?
Nik: Ætlum ekki að liggja á liði okkar og halda að einn sé nóg
   sun 08. september 2024 17:13
Daníel Smári Magnússon
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Framtíðin óljós
Lengjudeildin
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég ætla að byrja á að óska fyrst Þórsurum til hamingju með þrjú stig, þetta fór 2-0 en mér fannst mjög ósanngjarnt að tapa í dag,'' sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 2-0 tap gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Dalvík/Reynir

Dalvíkurliðið fékk sannarlega sénsa til að komast á blað, en allt kom fyrir ekki. Stöngin og Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, komu í veg fyrir að gestirnir fengju tækifæri til þess að fagna marki.

„Við fáum, ef ég man rétt, fjögur dauðafæri. Þrisvar sinnum einn á móti markmanni og fjórða skiptið var skot í stöng og ég bara skil ekki hvernig við vinnum ekki þennan leik í dag,'' sagði Dragan.

Var erfitt að stappa stálinu í liðið fyrir þennan leik - þar sem að ljóst er að Dalvík/Reynir spilar í 2. deild á næstu leiktíð?

„Neinei, það var ekki erfitt. Þetta er eins og allir vita pínu "derby" leikur og nei, það var ekki erfitt að mótivera strákana.''

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Dragan og Dalvík/Reyni? Er áhugi fyrir áframhaldandi samstarfi?

„Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur og með frábæra aðstöðu. Og mjög flotta stjórn sem að vilja gera allt fyrir lið sitt, en eins og ég segi - það bara kemur í ljós,'' sagði Dragan og brosti.


Athugasemdir
banner
banner
banner