Tottenham landar Simons - Man Utd hafnar beiðni Mainoo um að vera lánaður - Villa að kaupa Asensio
Venni: Þetta var karaktersigur
Sjáðu vítadóminn í Kórnum: „Vil helst ekki segja neitt um þetta“
Gunnar Már: Ég er hundsvekktur
Fylkir fékk umdeilda vítaspyrnu: „Ég held að við höfum alveg átt þetta inni“
„Veit ekki hversu marga maður hefur hitt sem hafa spurt hvort það sé eitthvað panic"
Gústi Gylfa: Vantaði bara hugrekki í okkur
Stórir póstar á leið í U19 verkefni á óheppilegum tíma - „Það koma bara aðrir menn inn og þeir fá tækifærið"
Haraldur Freyr: Við vorum bara litlir í okkur
„Ekki hægt að leggja árar í bát og gefast upp útaf einhverri helvítis töflu”
Guðni Eiríks: Fókuspunkturinn að svara fyrir skítaleik
Arnar Gunnlaugs: Þetta er sexí hópur
Hólmar Örn: Maður þurfti aðeins að hrista það af sér
Magnús Már: Margt jákvætt í frammistöðunni en niðurstaðan súr
Sölvi Geir: Vonandi er búið að losna um tómatsósuna hjá honum
Túfa: Þvílík endurkoma eftir að hafa verið með bakið uppvið vegg
Oliver Ekroth: Allir leikir eins og úrslitaleikir
Davíð Smári: Okkar versti leikur
Örvar Eggerts: Gott að spila illa og vinna
Jökull: Ætlum okkur meira - Erum ekki að horfa í fjórða eða þriðja sætið
Óskar hefur engar áhyggjur: „Annað liðið skokkaði tvisvar upp í hornspyrnur og skoraði“
   sun 08. september 2024 17:13
Daníel Smári Magnússon
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Framtíðin óljós
Lengjudeildin
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég ætla að byrja á að óska fyrst Þórsurum til hamingju með þrjú stig, þetta fór 2-0 en mér fannst mjög ósanngjarnt að tapa í dag,'' sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 2-0 tap gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Dalvík/Reynir

Dalvíkurliðið fékk sannarlega sénsa til að komast á blað, en allt kom fyrir ekki. Stöngin og Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, komu í veg fyrir að gestirnir fengju tækifæri til þess að fagna marki.

„Við fáum, ef ég man rétt, fjögur dauðafæri. Þrisvar sinnum einn á móti markmanni og fjórða skiptið var skot í stöng og ég bara skil ekki hvernig við vinnum ekki þennan leik í dag,'' sagði Dragan.

Var erfitt að stappa stálinu í liðið fyrir þennan leik - þar sem að ljóst er að Dalvík/Reynir spilar í 2. deild á næstu leiktíð?

„Neinei, það var ekki erfitt. Þetta er eins og allir vita pínu "derby" leikur og nei, það var ekki erfitt að mótivera strákana.''

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Dragan og Dalvík/Reyni? Er áhugi fyrir áframhaldandi samstarfi?

„Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur og með frábæra aðstöðu. Og mjög flotta stjórn sem að vilja gera allt fyrir lið sitt, en eins og ég segi - það bara kemur í ljós,'' sagði Dragan og brosti.


Athugasemdir