Bayern setur meiri kraft í viðræður við Musiala - Newcastle fylgist með Sane - Barcelona vill Kimmich
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Haddi: Við áttum alls ekki skilið að tapa
Haraldur Freyr: Ef við hefðum breytt einu jafntefli í sigur að þá hefðum við unnið deildina
Úlfur: Stráir salti í sárin
Oliver Heiðars: Ég ætlaði mér að verða markahæstur
Ólafur Hrannar: Strákarnir sýndu heldur betur karakter
   sun 08. september 2024 17:13
Daníel Smári Magnússon
Dragan: Skil ekki hvernig við vinnum ekki
Framtíðin óljós
Lengjudeildin
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Dragan fannst ósanngjarnt að sínir menn skyldu tapa í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég ætla að byrja á að óska fyrst Þórsurum til hamingju með þrjú stig, þetta fór 2-0 en mér fannst mjög ósanngjarnt að tapa í dag,'' sagði Dragan Stojanovic, þjálfari Dalvíkur/Reynis, eftir 2-0 tap gegn Þór í Lengjudeild karla í dag. 


Lestu um leikinn: Þór 2 -  0 Dalvík/Reynir

Dalvíkurliðið fékk sannarlega sénsa til að komast á blað, en allt kom fyrir ekki. Stöngin og Aron Birkir Stefánsson, markvörður Þórs, komu í veg fyrir að gestirnir fengju tækifæri til þess að fagna marki.

„Við fáum, ef ég man rétt, fjögur dauðafæri. Þrisvar sinnum einn á móti markmanni og fjórða skiptið var skot í stöng og ég bara skil ekki hvernig við vinnum ekki þennan leik í dag,'' sagði Dragan.

Var erfitt að stappa stálinu í liðið fyrir þennan leik - þar sem að ljóst er að Dalvík/Reynir spilar í 2. deild á næstu leiktíð?

„Neinei, það var ekki erfitt. Þetta er eins og allir vita pínu "derby" leikur og nei, það var ekki erfitt að mótivera strákana.''

Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir Dragan og Dalvík/Reyni? Er áhugi fyrir áframhaldandi samstarfi?

„Dalvík/Reynir er mjög flottur klúbbur og með frábæra aðstöðu. Og mjög flotta stjórn sem að vilja gera allt fyrir lið sitt, en eins og ég segi - það bara kemur í ljós,'' sagði Dragan og brosti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner