Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 08. september 2024 13:33
Brynjar Ingi Erluson
Klopp: Ég elska þau öll
Mynd: Getty Images
Þýski þjálfarinn Jürgen Klopp var í skýjunum með að fá tækifærið á að mæta aftur á Signal Iduna Park, heimavöll Borussia Dortmund, í gær.

Klopp hætti með Liverpool eftir síðasta tímabil og tekur nú út ársleyfi frá fótbolta.

Hann hefur verið að njóta þess að vera í fríi síðustu mánuði, en tekur þó að sér verkefni inn á milli til þess að viðhalda áhugamáli sínu.

Þjóðverjinn var þjálfari í sérstökum heiðursleik fyrir þá Lukasz Piszczek og Jakub Blaszczykowski, en það gladdi hann verulega að fá að hitta stuðningsmenn Dortmund aftur.

Klopp þjálfaði Dortmund við góðan orðstír frá 2008 til 2015, en áður var hann með Mainz.

„Þetta var eins og ævilangur draumur sem rættist. Ég vildi fá að upplifa þetta aftur,“ sagði Klopp.

„Það var bara fyrir nokkrum mánuðum sem ég fékk tilfinningaríkar kveðjur í Liverpool og það var eins í dag.“

„Þegar þú átt þrjú börn þá elskar þú öll börnin og það er nákvæmlega þannig með þessi þrjú félög mín. Ég elska þau öll,“
sagði Klopp
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner