Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 08. október 2019 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
David Luiz: Vildi fara áður en Arsenal bauð í mig
Mynd: Getty Images
David Luiz gekk í raðir Arsenal frá Chelsea fyrir tímabilið. Liðin eru nágrannalið í Lundúnum og því voru einhverjir hissa þegar skiptin voru staðfest.

Skiptin voru staðfest á lokadegi félagaskiptagluggans og kaupverðið talið um átta milljónir punda.

David Luiz kom inn í kjölfarið á brotthvarfi Laurent Koscielny til Bordeaux. Luiz var því framarlega í goggunarröðinni með byrjunarliðssæti og byrjaði annan leikinn í deildinni fyrir Arsenal.

Luiz skoraði á sunnudag sigurmark Arsenal gegn Bournemouth á heimavelli og í gær tjáði hann sig um vistaskiptin í sumar.

„Mér líkaði alltaf vel hjá Chelsea. Mér fannst samt kominn tími á nýja sögu en ég verð alltaf þakklátur áranna hjá Chelsea."

„Þetta var mín ákvörðun eftir heiðarlegt samtal við Frank Lampard (stjóra Chelsea)."

„Við sáum hlutina ekki eins og þess vegna skipti ég um lið. Þetta er alltaf erfitt vegna þess að þessi lið eru nágrannar og fjendur. Ég var samt búinn að ákveða að fara áður en Arsenal kom með tilboð."

„Nokkrum dögum eftir mína ákvörðun kom Arsena með tilboð og ég hikaði ekki við að fara,"
sagði David Luiz við TalkSport.
Athugasemdir
banner
banner
banner