Það voru ótrúleg atvik í leik Magdeburg og Greuther Furth í næst efstu deild í Þýskalandi um helgina.
Magdeburg fékk vítaspyrnu eftir sundafjórðung þegar leikmaður Greuhter Furth tók boltann upp eftir sendingu frá markmanninum en varnarmaðurinn hélt að hann ætti að taka markspyrnuna.
Mohammed El Hankouri klikkaði á vítaspyrnunni en tókst að skora strax í kjölfarið.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk svo Greuther Furth vítaspyrnu. Varnarmaður Magdeburg hélt að aukaspyrna hafi verið dæmd rétt fyrir utan vítateig og tók boltann upp þegar hann rann til hans en ekkert var dæmt en í staðin var dæmd vítaspyrna.
Julian Green skoraði fyrir Greuther Furth en staðan var 2-1 í hálfleik fyrir Magdeburg en Greuther Furth tókst að jafna í seinni hálfleik og 2-2 var niðurstaðan.
Mitä ihmettä tapahtui 2. Bundesliigassa? ????
— Viaplay Urheilu (@ViaplayUrheilu) October 7, 2024
FC Magdeburgin ja Greuther Fürthin välisessä kamppailussa nähtiin kaksi rankkaria, kun molempien joukkueiden puolustavat pelaajat ottivat avausnelivitosella pallon boksin sisällä oikein kahteen käteen. ????#bulifi #bundesliga pic.twitter.com/4YgMRlPYyo