Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 08. nóvember 2019 09:30
Magnús Már Einarsson
Mbappe til Liverpool?
Powerade
Kylian Mbappe.
Kylian Mbappe.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Xhaka gæti farið í janúar.
Xhaka gæti farið í janúar.
Mynd: Getty Images
Föstudagsslúðrið er komið á blað. Njótið vel!



Granit Xhaka (27), miðjumaður Arsenal, gæti farið frá félaginu í janúar. Newcastle vill fá Svisslendinginn í sínar raðir. (Times)

Barcelona hefur lýst yfir áhuga á að fá Pierre-Emerick Aubameyang (30) frá Arsenal. Barcelona gæti lagt fram tilboð strax í janúar. (Mirror)

Lucas Torreira (23), miðjumaður Arsenal, ætlar að funda um framtíð sína hjá félaginu í næsu viku. (Mirror)

Liverpool ætlar að reyna að fá Kylian Mbappe á 215 milljónir punda. Mohamed Salah gæti í staðinn farið til Real Madrid. (Daily Express)

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er tilbúinn að að þjálfa á Ítalíu þegar hann hættir hjá ensku meisturunum. (Times)

Dwight McNeil (19) kantmaður Burnley segist vera að einbeita sér að fótboltanum og ekki vera að hugsa um sögusagnir um Manchester United. (Mirror)

Manchester United, Tottenham og Wolves vilja fá James Rodriguez (28) frá Real Madrid í janúar. (El Desmarque)

Crystal Palace er að fylgjast með framherjanum Wout Weghorst (27) sem hefur skorað átta mörk í fimmtán leikjum með Wolfsburg á þessu tímabili. (Calciomercato)

Arsenal ætlar að berjast við West Ham um Martin Hinteregger (27) varnarmann Frankfurt. (Sun)

Bournemouth og Wolves hafa áhuga á að fá Karlan Grant (22) frá Huddersfield í janúar. (Sun)

Portúgalski bakvörðurinn Cedric Soares (28) ætlar að fara frá Southampton eftir tímabilið en hann ætlar fyrst að bjarga liðinu frá falli. (Telegraph)

Kieran TIerney (22) vinstri bakvörður Arsenal segir að leikmenn verði að leysa vandræði félagsins. (Telegraph)

Erling Braut Haaland (19) framherji Red Bull Salzburg gæti hafnað Manchester United, Liverpool og Arsenal og gengið til liðs við RB Leipzig. (Sky Sports)
Athugasemdir
banner