Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. nóvember 2020 15:00
Ívan Guðjón Baldursson
Darmstadt steinlá á heimavelli - Elmar fékk beint rautt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Darmstadt sem steinlá á heimavelli gegn Paderborn í þýsku B-deildinni í dag.

Gestirnir frá Paderborn sýndu mikla yfirburði og skoruðu þrjú mörk á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Guðlaugur og félagar réðu ekkert við andstæðinga sína og fékk Nicolai Rapp rautt spjald fyrir leikhlé.

Tíu leikmenn Darmstadt gátu lítið gert og voru heppnir að tapa ekki stærra en 0-4. Darmstadt er með 9 stig eftir 7 umferðir.

Darmstadt 0 - 4 Paderborn
0-1 R. Schallenberg ('13)
0-2 C. Fuhrich ('22)
0-3 D. Srbeny ('25)
0-4 D. Srbeny ('61, víti)
Rautt spjald: Nicolai Rapp, Darmstadt ('41)

Theódór Elmar Bjarnason er lykilmaður hjá Akhisarspor og var á sínum stað í byrjunarliðinu er liðið tók á móti Boluspor í tyrknesku B-deildinni í dag.

Staðan var 2-2 eftir fjöruga viðureign en á 87. mínútu fékk Theódór Elmar beint rautt spjald.

Elmar missir því af næsta leik Akhisarspor en liðið er um miðja deild með 13 stig eftir 9 umferðir.

Akhisarspor 2 - 2 Boluspor
1-0 T. Yalciner ('29)
1-1 B. Yilmaz ('32, víti)
2-1 I. Hadzic ('36)
2-1 I. Hadzic, misnotað víti ('49)
2-2 B. Yilmaz ('82, víti)
Rautt spjald: Theódór Elmar, Akhisarspor ('87)

Þá var Ögmundur Kristinsson ónotaður varamaður er Olympiakos lagði OFI Crete að velli í Grikklandi.

Ögmundur er varamarkvörður Olympiakos sem er á toppi deildarinnar með 16 stig eftir 6 umferðir.

OFI Crete 0 - 2 Olympiakos
0-1 Koka ('54)
0-2 G. Masouras ('80)
Athugasemdir
banner
banner