Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 08. nóvember 2020 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnar Þorsteins ekki með Grindavík næsta sumar
Lengjudeildin
Gunnar í leik með Grindavík á nýafstöðnu tímabili.
Gunnar í leik með Grindavík á nýafstöðnu tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Þorsteinsson, sem hefur verið fyrirliði Grindavíkur undanfarin ár, mun að öllum líkindum ekki leika með liðinu næsta sumar.

Hann er á leið í krefjandi nám í New York í Bandaríkjunum og getur þess vegna ekki spilað með Grindavík næsta sumar.

„Hann er að fara í mjög krefjandi nám," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson, þjálfari Grindavíkur, í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær og bætti við: „Hann verður ekki í fótbolta með þessu."

„Þetta er eitthvað svaka nám sem verður það krefjandi að hann er aldrei að fara að ná að spila með okkur af einhverjum krafti. Það er gríðarlegur missir í því að Gunni sé að fara. Hann hefur skilað frábærri vinnu fyrir félagið."

Grindavík hafnaði í fjórða sæti Lengjudeildarinnar á síðustu leiktíð.

Hlusta má á útvarpsþáttinn í heild sinni hér að neðan.
Útvarpsþátturinn - Úrslitaleikur landsliðsins og íslenskar fréttir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner