Arsenall vill fá Kudus - Man Utd skoðar að losa Zirkzee - Maignan til City og hvað verður um Davies og David?
   fös 08. nóvember 2024 22:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hareide ánægður með endurkomu Arons - „Mjög mikilvægt"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Aron Einar Gunnarsson er mættur aftur í landsliðið en hann hefur ekki verið með í undanförnum landsleikjum.

Hann hefur spilað alla þrjá leiki Al-Gharafa í Meistaradeild Asíu og landsliðsþjálfarinn Age Hareide er virkilega ánægður að Aron, með sína leiðtogahæfni, sé kominn aftur.


„Ég var i góðu sambandi við Aron. Hann hefur lagt hart að sér til að jafna sig af meiðslum og hann hefur spilað í Meistaradeild Asíu og allt virðist vera í góðu. Tölurnar eru góðar svo vonandi er hann klár í slaginn," sagði Hareide.

„Það er mjög mikilvægt að vera með reynslumikinn leikmann, einn af hans styrkleikum er samskiptahæfnin."

Hareide sér hann fyrir sér sem miðvörð í þessu verkefni en Ísland mætir Svartfjallalandi og Wales í Þjóðadeildinni en báðir leikirnir fara fram ytra.


Hefði valið Gylfa í hópinn - „Maður verður bara að virða það"
Athugasemdir
banner