David á blaði hjá Man Utd, Liverpool og Arsenal - Liverpool undirbýr tilboð í Tchouameni - Man Utd reynir aftur við Branthwaite
   fös 08. nóvember 2024 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sunneva í FCK (Staðfest) - „Spennandi tímar framundan"
Á landsliðsæfingu í fyrra.
Á landsliðsæfingu í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leik með FH.
Í leik með FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir gekk nýlega í raðir FC Kaupmannahafnar í Danmörku.

Hún samdi við AGF snemma á árinu en var óheppin með meiðsli þar og samningur hennar rann út í sumar.

Hún flutti til Danmerkur eftir tímabilið 2023 með FH þar sem kærasti hennar er í meistaranámi og þau ákváðu að flytja til Köben í haust.

Vinstri bakvörðurinn byrjaði að æfa með FCK í síðasta mánuði og lék sinn fyrsta leik með liðinu um liðna helgi.

FCK vann sigur í toppbaráttuslag gegn Sundby um liðna helgi, sigurmarkið kom í uppbótartíma og lék Sunneva allan leikinn.

Þetta er fyrsta tímabil FCK með kvennalið og er liðið í C-deild, þriðju efstu deild. Þar er liðið á toppnum með 29 stig eftir ellefu leiki. FCK er stærsta félagið karlamegin og tíður gestur í Evrópukeppnum.

„Það eru mjög spennandi tímar framundan hjá FCK og gaman að vera partur af uppbyggingunni þar. Það mættu rétt tæplega 1500 manns á leikinn um helgina og í fyrsta leik FCK var sett áhorfendamet á kvennaleik í Danmörku þar sem rúmlega 5000 áhorfendur mættu," segir Sunneva.

Sunneva, sem er 27 ára, var lykilmaður í liði FH áður en hún fór út og var í landsliðshópnum sumarið 2023.
Athugasemdir
banner