Valgeir Valgeirsson er að yfirgefa Örebro eftir tvö og hálft tímabil hjá sænska félaginu. Valgeir fór til Svíþjóðar sumarið 2022. Samningur hans við félagið er að renna út og mun hann ekki framlengja.
Valgeir er 22 ára fjölhæfur leikmaður sem er uppalinn hjá HK. Hann hefur verið U21 landsliðsmaður undanfarin ár og lék alls ellefu leiki í þeim aldursflokki og alls 35 fyrir yngri landsliðin. Hann hefur mest spilað sem bakvörður síðustu ár.
Hann var í íslenska slúðurpakkanum orðaður við nokkur félög í Bestu deildinni. Hann var orðaður við Víking, Breiðablik og Val.
Valgeir er 22 ára fjölhæfur leikmaður sem er uppalinn hjá HK. Hann hefur verið U21 landsliðsmaður undanfarin ár og lék alls ellefu leiki í þeim aldursflokki og alls 35 fyrir yngri landsliðin. Hann hefur mest spilað sem bakvörður síðustu ár.
Hann var í íslenska slúðurpakkanum orðaður við nokkur félög í Bestu deildinni. Hann var orðaður við Víking, Breiðablik og Val.
„Valgeir hefur klæðst svörtu og hvítu treyjunni með glæsibrag og hefur alla tíð gert sitt besta fyrir félagið," segir Enes Ahmetovic sem er íþróttastjóri Örebro.
„Nú er hins vegar kominn tími til að skilja sem góðir vinir og óskum við Valgeiri góðs gengis í framtíðinni um leið og við þökkum kærlega fyrir hans störf í félaginu."
Valgeir hefur skorað fimm mörk í 67 leikjum fyrir Örebro. Einn leikur er eftir af tímabilinu, leikur gegn Skövde á morgun, og situr Örebro í 9. sæti sænsku B-deildarinnar.
„Nú þegar tími minn hjá ÖSK er á enda, horfi ég til baka á síðustu tvö og hálft ár. Jafnvel þó að ferðalagið hafi ekki alltaf gengið eins og stefnt var að mun ég alltaf bera með mér allar minningarnar og upplifanir frá tíma mínum í Örebro," segir Valgeir.
„Ég vil þakka öllum stuðningsmönnunum fyrir ótrúlegan stuðning bæði innan vallar sem utan. Orkan og ástríðan sem þið gáfuð okkur gerði hvern leikdag sérstakan og það hefur verið heiður að spila fyrir framan ykkur. Þó að þessum kafla sé að ljúka mun ég alltaf bera sterkar tilfinningar til félagsins og borgarinnar. Ég mun halda áfram að fylgjast með ÖSK og óska ??liðinu og aðdáendum góðs gengis."
Athugasemdir