Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 08. desember 2022 18:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Gaal: Mótið er að byrja af alvöru
Mynd: Getty Images

Holland og Argentína eigast við í 8 liða úrslitum á HM á morgun.


Liðin hafa átt fínu gengi að fagna hingað til á mótinu en Holland gerði eitt jafntefli í riðlinum en vann tvo. Argentína tapaði hins vegar óvænt í fyrstu umferð gegn Sádí Arabíu en hefur ekki litið til baka síðan.

Louis van Gaal þjálfari hollenska liðsins segir að heimsmeistaramótið sé að byrja af alvöru fyrst núna.

„Mótið er að byrja af alvöru fyrir okkur á morgun. Ég vil ekki gera lítið úr hinum löndunum sem við unnum í 16-liða úrslitum og riðlakeppninni. Argentína og Brasilía sem við munum mögulega spila gegn í næstu umferðum en þau lið eru allt öðruvísi en liðin sem við mættum í riðlakeppninni og 16-liða úrslitum," sagði Van Gaal.


Athugasemdir
banner
banner
banner