Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 08. desember 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Son: Stuðningsmennirnir eiga þetta ekki skilið
Mynd: EPA

Tottenham fór illa að ráði sínu í gær þegar liðið tapaði gegn West Ham eftir að hafa komist yfir snemma leiks.


Slæm mistök í öftustu línu urðu til þess að West Ham kom til baka með mörkum frá Jarrod Bowen og James Ward-Prowse.

Heung Min Son fyrirliði liðsins var eðlilega mjög svekktur í leikslok.

„Þú veist aldrei hvað gerist að lokum í úrvalsdeildinni, maður verður að drepa leikinn, þetta er óásættanlegt. Leikmenn verða að taka ábyrgð, stuðningsmennirnir eiga þetta ekki skilið," sagði Son.

„Maður verður að spila með meiri orku, sérstaklega heima. Hvort sem þú átt það skilið eða ekki, við verðum að halda áfram og koma sterkari til baka. Þetta er svekkjandi fyrir stuðningsmennina."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner