Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Arsenal og Newcastle: Rúnar fær ekki tækifæri
Rúnar Alex Rúnarsson.
Rúnar Alex Rúnarsson.
Mynd: Getty Images
Klukkan 17:30 hefst eini úrvalsdeildarslagur dagsins í FA-bikarnum á Englandi; Arsenal tekur á móti Newcastle.

Arsenal er í 11. sæti í ensku úrvalsdeildinni og Newcastle í 15. sæti, en staða í deildinni skiptir í raun engu máli þegar komið er í bikarinn. Þetta er bara einn leikur og það getur allt gerst í honum.

Rúnar Alex Rúnarsson fær ekki tækifæri í dag. Bernd Leno er í markinu. Rúnar átti ansi dapran dag gegn Manchester City í deildabikarnum undir lok síðasta árs og sögusagnir eru um að Arsenal sé að leita sér að markverði.

Thomas Partey er að stíga upp úr meiðslum en hann byrjar ekki í dag. Hér að neðan má sjá bæði byrjunarlið.

Byrjunarlið Arsenal: Leno, Cedric, Luiz, Mari, Tierney, Elneny, Willock, Pepe, Willian, Martinelli, Aubameyang.
(Varamenn: Runarsson, Chambers, Maitland-Niles, Xhaka, Saka, Nelson, Smith Rowe, Nketiah, Lacazette)

Byrjunarlið Newcastle: Dubravka, Krafth, Lascelles, Clark, Dummett. Hayden, S Longstaff, Hendrick, Almiron, Joelinton, Carroll.
(Varamenn: Gillespie, M Longstaff, Ritchie, Gayle, Yedlin, Murphy, Anderson)
Athugasemdir
banner
banner
banner